Ís er að öllum líkindum viðkvæmasta frystivaran á neytendamarkaði. Þegar frost í vörunni fer niður fyrir –18°C er hætta á að ísinn skemmist. Þess vegna er ekki óalgengt að fólk kaupi ónýtan ís út í búð. Sérstaklega eru opnir frystar og frystiskápar varasamir, þar sem umgangur um þá kann að valda því að frostið falli ítrekað niður fyrir –18°C. Eins er mikil hætta á að ís byrji að þiðna á leiðinni heim úr búðinni. Fátt er leiðinlegra en tyggjókenndur endurfrosinn ís sem er fullur af ískristöllum.
Okkar eigin frystilager
Til þess að fyrirbyggja þetta hefur ísbíllinn sett upp sinn eigin frystilager og eru bílarnir lestaðir beint út úr lagernum. Varan er aldrei meir en 10 mínútur fyrir utan frost. Eins stillum við alla frysta á mjög djúpt frost (–30°C eða dýpra) og því þolir ísinn í ísbílnum betur flutning frá einum frysti í annan. Þá er það aðalsmerki Ísbílsins að hann kemur með ísinn heim til þín og því ekki hætta á skemmdum á vörunni á leiðinni heim.