isbillinn-geiriÍsbíllinn starfar mest yfir sumartímann og þá fara ísbílar um allar sveitir og bæji landsins á tveggja vikna fresti. Einnig ferðast bílar um götur bæjarins öll kvöld vikunnar. Það eru því í boði nokkrar stöður fyrir sumarstarfsmenn.

Sölustjóri

Starfslýsing

Starfið felst í því að vera leiðtogi hinna Ísbílsstjóranna. Sölustjóri skipuleggur vaktir, bókar gistingar, heldur utan um leiðakerfi og er bílstjórununum innan handar með ráðleggingar og hvatningarorð. Sölustjóri þjálfar nýtt starfsfólk og tekur reglulega söluferðir.

Kröfur

Umsækjendur verða að hafa bílpróf og jákvætt hugarfar. Akstursreynsla er æskileg sem og reynsla af afgreiðslu- og sölustörfum. Umfram allt þurfa umsækjendur að hafa skipulagshæfileika og grunnþekkingu á tölvum. Þeir þurfa að geta starfað sjálfstætt og búa yfir leiðtogahæfileikum.

Ísbílsstjóri

Starfslýsing

Starfið felst í því að aka ísbílum samkvæmt auglýstri áætlun og gleðja börn og fullorðna um allt land með því að færa þeim ljúffengan rjómaís í fullkomnum gæðum. Brosandi andlit viðskiptavina gera starfið mjög skemmtilegt. Vaktir í boði eru af öllum gerðum: dagsferðir í nágrenni höfuðborgarinnar, hálfsdagsferðir á höfuðborgarsvæðinu og lengri ferðir út á land. Í lengri ferðum er fæði og gisting greidd. Fullt starf samsvarar 7,5 tólf tíma vinnudögum á hverjum 2 vikum, en einnig er hægt að vinna minna í hlutastarfi um kvöld og helgar, og möguleikar eru á aukavöktum fyrir þá sem það vilja. Hafir þú áhuga á landi og þjóð, á mannlegum samskiptum, á akstri og ferðalögum eða bara vellaunuðu sumarstarfi, og teljir þú þig gæddan mörgum af ofangreindum mannkostum, hæfileikum og/eða reynslu, þá gæti starf hjá Ísbílnum verið eitthvað fyrir þig. Sumarstafsmönnum stendur til boða áframhaldandi helgarvinna með skóla, og/eða starf fram að jólum

Kröfur

Umsækjendur verða að hafa bílpróf og jákvætt hugarfar. Akstursreynsla er æskileg sem og reynsla af afgreiðslu- og sölustörfum. Umfram allt þurfa umsækjendur að vera kurteisir, brosmildir, stundvísir, iðjusamir og snyrtilegir. Þeir þurfa að geta starfað sjálfstætt og búa yfir þjónustuhæfileikum.

Lagerstarfsmaður - bara sumarstarf

Starfslýsing

Starfið felst í því að lesta ísbíla og gera þá klára fyrir söluferðir. Vinnutími er frá 9 til 4 alla virka daga auk 4 klukkutíma vakt aðra hvora helgi.

Kröfur

Æskilegt að umsækjendur hafi bílpróf. Æskilegt að starfsmenn eigi auðvelt með að átta sig á tölum, hleðsluplönum oþh.

Hafðu samband við Ásgeir í síma 860 2410 eða sendu fyrirspurn á tölvupósti á netfangið This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.

Hægt er líka að sækja um starf með hleknum að neðan.

Sækja um